Skip to main content
Allar pantanir sem gerðar eru dagana 20.-24. september verða sendar af stað 26. september.

FIMM RÁÐ FYRIR BYRJENDUR

FIMM RÁÐ FYRIR BYRJENDUR

Langar þig að byrja að hlaupa? Hér eru fimm ráð fyrir byrjendur!

1. EKKI OFREYNA ÞÉR Í BYRJUN

Það er mjög auðvelt að fara framúr sér þegar maður byrjar að hlaupa. En að ofreyna sér í byrjun
er slæmt. Í fyrsta lagi þarft þú að fá líkaman til að aðlaga sig að hraða æfinganna. Leyfa
vöðvunum að venjast nýjum æfingum. Ef þú ofreynir þér í byrjun mun það einungis draga úr þér.
Til að komast í hlaupaform þarftu að taka því rólega í byrjun og smátt og smátt bæta við hlaupum
og kílómetrum. Þetta er ekki bara betra fyrir líkamann heldur einnig hugann.

2. FINNDU ÞÉR ÆFINGARÁÆTLUN

Að hlaupa jafnt og þétt er lykillinn af því að byrja að hlaupa og til þess að geta hlaupið fimm eða
tíu kílómetra þarftu áætlun. Ef þú hleypur of mikið og heldur þið ekki við áætlunina getur það
valdið meiðslum gert alla vinnuna til einskis. Svo haltu þig við áætlunina.
Það eru hundrað ef ekki þúsundir af hlaupaáætlununum fyrir byrjendur sem þú getur fundið á
vefnum. Google er vinur þinn og með smá leit er öruggt að þú finnir einhverja áætlun sem hentar
þér. 
Mörg snjallúr með smáforritum bjóða einnig uppá hlaupaáætlanir. Garmin úrið mitt er með
áætlun sem heitir “Garmin Coach”. Þar er hægt að finna áætlun sem hentar fyrir alla hlaupara.
Hægt er að finna áætlun sem hentar þínu hlaupaformi og þeim fjölda daga sem þú hafðir hugsað
þér að hlaupa. Áætlunin nær yfir nokkrar vikur og að lokum munt þú ná markmiðum þínum.

3. SLÖKKTU Á SJÁLFSTÝRINGUNNI

Þegar þú hleypur er auðvelt að detta í svokallaða sjálfstýringu. Það gerist þegar þú skorar ekki á
sjálfan þig og hleypur alltaf á sama hraða eða breytir ekki um umhverfi. Ef þú hleypur alltaf á
sama hraða munt þú ekki bæta þig. Hlauptu líka á göngustígum, utanvega, á ströndinni eða bara
á hlaupabrettinu. Tilbreyting er góð, bæði fyrir líkama og sál.

4. ÞAÐ ER Í LAGI AÐ TAKA SÉR HLÉ

Margir halda að ef þú tekur þér hlé í langan tíma mun það eyðileggja allt sem þú hefur byggt upp.
Það er ekki svo. Í byrjun skiptir öllu máli hversu oft og mikið þú hleypur, ekki tíminn. Það
kemur seinna eða þegar þú ert tilbúinn að keppa við sjálfa(n) þig.

5. EKKI GLEYMA ÁRANGRINUM

Hvað er árangur? Það að þú farir út, hlaupir og haldir þig við áætlunina í rigningu og roki eða
hvernig sem viðrar, er árangur. Ef það er ekki árangur, þá veit ég ekki hvað árangur er. Mundu
eftir hlaupunum á rigningardögunum, rokdögunum og snjódögunum. Hlaupunum þínum þrátt
fyrir þreytu eða bara þegar þú áttir slæman dag. Mundu eftir þessum dögum. Mundu eftir
árangrinum.


Heimild: https://barasportswear.com/blogs/news/5-running-tips-for-
beginners?fbclid=IwAR1asgIPtr6p7yrQcAUEOYBPCZzdrwVPiGUJHVwN8S9Mfn-NTdPRhpC5Luk

Continue reading

Póst 2

Póstur 1

Karfan þín


Allar pantanir sem gerðar eru 20.-24. september verða sendar af stað 26. september.