Skip to main content
Frí heimsending með kóðanum "freeshipping"

8 vikna áskorun Nita

8 vikna áskorun Nita

Við ætlum að fara saman í smá ferðalag á nýju ári. Komdu með okkur í 8 vikna áskorun. Við ætlum að pósta nýrri áskorun í hverri viku. Þetta eru ekki risa áskoranir, en taka mismikið á fyrir mismunandi manneskjur. Þetta getur verið allt frá því að drekka vatn eða skrifa á blað. 

Við viljum endilega sjá myndir eða heyra frá ykkur hvernig gengur með áskorunina. Notið myllumerkið #nitaaskorun til að pósta myndum. Eftir 8 vikur munum við síðan gefa 2x 5.000 kr. gjafakort hjá okkur til heppinna aðila sem hafa deilt ferðalaginu sínu með okkur.

Vika 1

5 hlutir sem þú ætlar að afreka á árinu

Nú er nýtt ár gengið í garð og janúar mánuður að klárast. Öll viljum við setja okkur markmið á árinu, hvort sem það er að fara út að labba, hlaupa X langa vegalend eða hringja í gamlan vin!
En nú er komið að því að við ætlum að standa við þessa hluti. Byrjum á því að setjast niður og skrifa niður 5 hluti sem við viljum ná að gera á árinu. 
Þegar við höfum skrifað það niður á blað þá erum við líklegri til að koma hlutnum af stað. 

 

Vika 2

3 ávextir á dag

Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar ættum við að borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag.
Ávextir eru frábær uppspretta trefja, C-vítamíns og margs konar steinefna. Flestir ávextir innihalda nánast engin fitu og færri hitaeiningar.
Komum því inn í matarrútínu okkar að borða ávexti. Fáum okkur 3 ávexti á dag í viku og nærum líkama okkar rétt.

Vika 3

Hreyfðu þig í 30 mín á dag.

Hreyfing er mikilvæg. Hvort sem það er að fara á skíði, út að labba, skokka eða fara á fjöll. Finnum  tíma í okkar daglegur rútinu til að fá okkar 30 mín. 
Okkur líður öllum miklu betur.

Vika 4

Hreyfðu þig í 30 mín á dag.

Að drekka nægjanlegt magn af vatni getur oft verið erfitt. Það kemur á óvart að helsta ástæða þess að fólk drekkur ekki nóg vatn er að því finnst það of óþarfa fyrirhöfn eða tíðari klósettferðir. Hinsvegar ætti að taka kosti þess að drekka vatn framyfir fyrirhöfnina.
 
Vertu ávalt með brúsa með mælieiningu á. Til að eiga auðveldara með að fylgjast með hvað þú ert að drekka mikið af vatni yfir daginn þá er mjög gott að vera ávalt með brúsa með mælieiningu á. Svo er það líka handhægt að vera með brúsa þegar maður er mikið á ferðinni.

Vika 4

Förum fyrr að sofa

Svefnleysi og of lítill eða óreglulegur svefn hafa slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einstaklingur sem hefur ekki fengið fullnægjandi svefn hugsar ekki skýrt, hefur seinkað viðbragð og getur hreinlega sofnað undir stýri. Syfjaður bílstjóri getur verið sjálfum sér og öðrum hættulegur í umferðinni.
 
Og hér koma þá góð ráð til að sofa vel og hvílast:
 
✅ Reglulegur fótaferðatími styrkir líkamsklukkuna og leiðir að lokum til reglulegs svefntíma.
✅ Dagleg reglubundin hreyfing leiðir til dýpri og/eða betri svefns en óregluleg líkamsrækt rétt fyrir svefn getur gert ógagn.
✅ Hungur truflar svefn og sama gildir um að vera of saddur. Lítill náttverður nokkru fyrir svefn getur hjálpað sumum.
✅ Forðast á örvandi drykki að kveldi, sérstaklega með koffeini s.s. kaffi, te, kóla- og suma orkudrykki.
✅ Tryggja þarf ró í umhverfi og huga áður en lagst er til svefns. Forðast að taka áhyggjurnar með í rúmið.
✅ Dempuð lýsing nokkrum klukkustundum fyrir svefn virkar vel. Heitur drykkur svo sem flóuð mjólk eða heitt bað getur auðveldað fólki að sofna.
✅ Gott rúm bætir svefninn og í svefnherberginu ætti að vera hæfilegur hiti, myrkur og kyrrð.


#nitaaskorun

Continue reading

5 hlauparáð fyrir byrjendur

5 hlauparáð fyrir byrjendur

Hvernig á að minnka álag?

Hvernig á að minnka álag?

Karfan þín