Skip to main content
Frí heimsending fyrir allar pantanir yfir 15.000 kr. | Mesta úrval af BARA Sportswear á Íslandi

8 vikna áskorun Nita

8 vikna áskorun Nita

Við ætlum að fara saman í smá ferðalag á nýju ári. Komdu með okkur í 8 vikna áskorun. Við ætlum að pósta nýrri áskorun í hverri viku. Þetta eru ekki risa áskoranir, en taka mismikið á fyrir mismunandi manneskjur. Þetta getur verið allt frá því að drekka vatn eða skrifa á blað. 

Við viljum endilega sjá myndir eða heyra frá ykkur hvernig gengur með áskorunina. Notið myllumerkið #nitaaskorun til að pósta myndum. Eftir 8 vikur munum við síðan gefa 2x 5.000 kr. gjafakort hjá okkur til heppinna aðila sem hafa deilt ferðalaginu sínu með okkur.

Vika 1

5 hlutir sem þú ætlar að afreka á árinu

Nú er nýtt ár gengið í garð og janúar mánuður að klárast. Öll viljum við setja okkur markmið á árinu, hvort sem það er að fara út að labba, hlaupa X langa vegalend eða hringja í gamlan vin!
En nú er komið að því að við ætlum að standa við þessa hluti. Byrjum á því að setjast niður og skrifa niður 5 hluti sem við viljum ná að gera á árinu. 
Þegar við höfum skrifað það niður á blað þá erum við líklegri til að koma hlutnum af stað. #nitaaskorun

Continue reading

5 hlauparáð fyrir byrjendur

5 hlauparáð fyrir byrjendur

Hvernig á að minnka álag?

Hvernig á að minnka álag?

Karfan þín