Skip to main content
Frí heimsending með kóðanum "freeshipping"

Hvernig á að minnka álag?

Hvernig á að minnka álag?

Fimm leiðir til að minnka álagið þitt


Álag/stress er nauðsynleg tilfinning sem hjálpar líkamanum að bregðast við hættu auk þess að sjá undirmeðvitundinni fyrir hvötum til að takast á við áskoranir. Þó er það svo að álagið getur tekið sinn toll þegar líkamar okkar hafa verið undir langvinnu álagi yfir lengri tíma en æskilegt er. Álag getur haft áhrif á líkama okkar með tímanum, t.d. leitt til þess að ónæmiskerfið verður veikara, hármissir gerir vart við sig, við getum fundið fyrir örmögnun og fleira. Eins og staðan er í þjóðfélaginu þessa dagana, getum við lent reglulega að álagið á það til að vera mikið í langan tíma í senn. Hér eru því fimm ráð sem þú getur nýtt þér til að hafa stjórn á álaginu og jafnvel minnka það.

Hreyfing

Kemur þetta á óvart? Líklega ekki. Hreyfing hefur löngum verið þekkt fyrir að draga úr álagi. Hugsaðu um hreyfinguna þína sem leið fyrir líkamann til að losa sig við áhyggjur þínar.

Þú þarft ekki að æfa af mikilli ákefð, 10 mínútna göngutúr getur gert mikið gagn. Ef þú átt erfitt með að muna að vera á hreyfingu yfir daginn, þá geturðu sett áminningu á klukkutíma fresti sem minnir þig á það að standa upp, ganga á kaffistofuna og fá þér vatnsglas.

Það getur einnig minnkað álagið að teygja aðeins úr fótunum á hverjum klukkutíma og það er mun betra en að vera í sömu stellingunni í nokkra klukkutíma. Mundu að líkamsrækt þarf ekki að vera
kvöð, heldur frekar leið til að hjálpa líkamanum að takast á við álag.

Næring

Það sem þú notar til að næra þig er í eðli sínu tengt því álagi sem þú ert undir hverju sinni. Við höfum líklega öll lent í stress-áti stöku sinnum. Þegar við erum undir álagi, þá gefur líkaminn frá sér hormón sem valda því að við fáum sterka löngun í óholla fæðu, líkaminn gerir þetta til að reyna að virkja ánægjustöðvarnar í heilanum. Mettuð fita og unnin sykur geta leitt til tímabundinnar ánægju, en álagið mun þó koma aftur auk langana í óhollustu. Reyndu í staðinn að borða fæðu sem inniheldur holla fitu, eins og lárperur, banana eða fisk. Sú fæða mun minnka álagið auk þess að lækka blóðþrýstinginn hjá þér. Te er annar róandi róandi þáttur sem þú getur bætt við mataræðið þitt. Það er sniðugt að byrja að prófa piparmyntu, kamillu eða lavender te. Ef þú ert ekki te aðdáandi, þá getur prófað smá hunang út í teið til að gera það sætara.

Skipulag

Óreiða veldur stressi og álagi. Þú þarft að berjast gegn óreiðunni með því að taka stjórn á aðstæðum og skipuleggja þig. Það eru margar leiðir sem þú getur prófað til að ná þér á réttan kjöl.

Það er sniðugt að bæta skipulagsbók inn í þín daglegu störf, en það getur verið yfirþyrmandi í fyrstu. Prófaðu að byrja daginn á litlum lista með 10 hlutum sem þú ætlar að gera þann daginn. Svo skaltu vinna í listanum yfir daginn og ef þú klárar listann, bættu þá fimm atriðum á listann í viðbót. Það er í góðu lagi ef þú ert búin á því eftir heilan dag af verkefnum og nærð ekki að klára listann. Færðu þá ókláruðu verkefnin yfir á næsta dag. Það er í lagi að hvíla sig.

Félagsleg samskipti

Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg samskipti við fjölskyldu og vini minnka álag/stress. Covid hefur þó gert þetta erfitt, en við erum heppin að geta nýtt okkur ýmsa tækni. Símtal eða myndsímtal við ástvin gæti verið einmitt það sem þú þarfnast. Samtal um það sem veldur þér álagi er frábær leið til að minnka álagið. Við erum öll í þessu saman, svo það er tilvalið að við hjálpum hvert öðru!

Hugsaðu vel um sjálfan þig

Það er mjög einstaklingsbundið hvernig við sýnum sjálfum okkur umhyggju og ást. Markmiðið er að hlaða rafhlöðurnar þínar á þann veg sem hentar þér best, hvort sem það er með því að fara í nudd, kíkja í heita pottinn, skella þér í búðarferð eða jafn vel að henda þér í kósýgallann og hámhorfa á uppáhalds þáttinn þinn. Notaðu ímyndunaraflið! Það er mikilvægt að taka sér tíma fyrir sjálfan sig öðru hverju svo þú getir verið besta útgáfan af sjálfri þér.


Nú ertu komin með nokkra hugmynd um hvernig þú getur minnkað álag, þannig að það er tilvalið að taka þér smá tíma og byrja að tileinka þér þessar leiðir eins fljótt og þú getur. Þú munt finna fyrir minna álagi og þá ertu tilbúin að takast á við heiminn aftur á nóinu!

 

 

Heimild: https://bit.ly/3T6UJ9o

Continue reading

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

8 vikna áskorun Nita

8 vikna áskorun Nita

5 hlauparáð fyrir byrjendur

5 hlauparáð fyrir byrjendur

Karfan þín