Skip to main content
Frí heimsending með kóðanum "freeshipping"

5 hlauparáð fyrir byrjendur

5 hlauparáð fyrir byrjendur

Langar þig að byrja að hlaupa? Hér eru 5 ráð til að koma þér af stað!

Það er alltaf erfiðast að byrja, en þú ættir að vera komin á sporið á engri stundu með þessi ráð í farteskinu!

Ekki ætla þér of mikið í byrjun

Ég veit, ég veit. Það er auðvelt að fara fram úr þér þegar þú byrjar að hlaup, en það getur gert meiri skaða en gagn að fara of geyst af stað. Í fyrsta lagi: Líkaminn þarf að halda í við æfingarnar. Leyfðu líkamanum að halda í við nýja tegund hreyfingar. Í öðru lagi: Það getur valdið örmögnum að fara of geyst í byrjun. Það er nauðsynlegt að fara rólega og smám saman af stað til að ná hlaupaformi, það á við um fjölda hlaupa, vegalengdir og hraða. Þetta á ekki einungis við um líkamann, heldur einnig hugann.

Vertu þér úti um byrjendaprógramm eða áætlun.

Samræmi er lykilatriði þegar kemur að hlaupum og þú þarft áætlun til að geta hlaupið 5 eða 10 kílómetra. Það getur valdið meiðslum að hlaupa of mikið eða fara ekki eftir áætluninni í byrjun. Meiðslin geta svo valdið því að það líða nokkrar vikur þar til þú getur hlaupið aftur. Svo að mundu að fara eftir áætluninni þinni!


Það eru hundruð, ef ekki þúsundir af allskyns hlaupaáætlunum þarna úti. Google getur komið að komið að góðum notum og það er lítið mál að finna eitthvað sem hentar þér ef þú gefur þér smá tíma til að leita á netinu.

Fjölmörg snjall úr bjóða upp á ýmis konar hlaupaáætlanir. Garmin úrið mitt er með app sem kallast „Garmin Coach“. Það er með áætlun sem er lagað að þínu markmiði og byggir á því í hversu góðu formi þú ert auk þess að taka mið af því hversu marga daga þú áætlar í hlaupin. Áætlunin nær yfir vikur þar til þú getur loks ná að hlaupa þá vegalengd sem þú settir þér í upphafi.

Slökktu á sjálfsstýringu

Það er auðvelt að fara á sjálfsstýringu þegar þú ert úti að hlaupa. Þetta á við um þau skipti þegar þú ögrar ekki sjálfi þér við hlaupahraðann eða mismunandi undirlag. Það mun ekki bæta árangurinn þinn að hlaupa alltaf á sama hraða og hvað þá ef þú hleypur alltaf á sama undirlagi. Hlauptu á ströndinni, á hlaupabretti annan dag og á malbiki þriðja daginn. Fjölbreytni er bæði góð fyrir líkama og sál!

Ekki vera hrædd við að taka hlé

Margir halda að þeir eyðileggi formið sitt með því að taka hlé. Það er ekki satt. Í
upphafi á megináhersla þín að vera á hversu mikið þú hleypur, en ekki tímann. Það
mun koma seinna þegar þú getur farið að keppa við sjálfa þig.

Ekki gleyma árangri

Þú spyrð hvað árangur sé? Það er að fara út að hlaupa, halda þig við áætlunina, hvort sem er í kulda eða regni, að hlaupa líka þegar þú ert þreytt eða hefur átt slæman dag. Ef það er ekki árangur, þá veit ég ekki hvað árangur er. Mundu þessa daga og mundu hvað þú gerðir. Mundu eftir árangrinum.

 

Heimildir: https://bit.ly/3g86Jc1

Continue reading

Hvernig á að minnka álag?

Hvernig á að minnka álag?

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

8 vikna áskorun Nita

8 vikna áskorun Nita

Karfan þín