Skip to main content
Ef keypt er fyrir 14999 kr. eða meira er enginn sendingarkostnaður

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

Ráð fyrir hlaup í köldu veðri

Við höfum öll lent í þessu. Einn daginn ertu að hlaupa í íslensku sumarveðri með sólina í augunum, en á einni nóttu breytist veðrið og íslensku haustlægðirnar koma hver af annarri og berja á gluggunum. Það getur verið áskorun að koma sér út þegar veðrið breytist á haustin og frostið fer að segja til sín, en svo lengi sem þú ert rétt útbúin og með hugann við næstu áskorun, þá finnurðu að þú getur tekist á við hvað sem er! Við ræddum við nokkra reynda hlaupara og báðum um bestu kulda-hlauparáðin þeirra, þau stóðu ekki á sínu!

Haltu á þér hita

  • Ég byrja köld og nota áreynslu til að hita mig upp. Í haustveðrinu klæðist ég síðum æfingabuxum, langermabol, hönskum og eyrnabandi sem fer alveg yfir eyrun. Það er ekki nauðsyn að vera í jakka nema að það sé vindur eða rigning.
  • Ég klæði mig einu lagi minna en ég myndi gera hversdagslega. Til dæmis er ég oftast í hettupeysu og léttri úlpu eða jakka, en ef ég fer að hlaupa þá er ég í langermabol og kannski stuttermabol líka. Það er í lagi þó sér sé smá kalt áður en þú leggur af stað. Þú munt hitna þó nokkuð við hlaupin.
  • Prófaðu þig áfram með lögin, þ.e. hve mörgum lögum af fötum þú klæðist. Fólk upplifir hita á mismunandi hátt. Lagskipting gerir þér kleift að aðlaga klæðnaðinn að þínu hitastigi. Þú getur prófað þig áfram með mismunandi tegundir og þykktir af efni í langermabolum og vestum. Notaðu þunna húfa og hanska ef þú þarft.
  • Ég nota hanska þegar hitastigið fer undir 10 gráður, mér verður auðveldlega kalt, svo ég er alltaf í síðum buxum þegar hitinn fer undir 15 gráður. Vindurinn stjórnar því hverju ég klæðist að ofan.
  • Góð húfa, sokkar og hanskar koma þér langt í að halda þér heitri, ekki sleppa þeim.
  • Hendur. Ég fékk mér almennilega hlaupa hanska síðastliðinn vetur og það breytti miklu.
  • Mér finnst þunnir hanskar hjálpa mest við að halda mér heitri á vetrarhlaupum.
  • Ég er oftast í hlaupabuxum sem eru ¾ á sídd eða langermabol, með eyrnaband og hlaupahanska. Það er gott að vera dugleg að taka hanskana af og setja þá á aftur til að hjálpa við að stjórna hitastigi líkamans. Ég er svo bæði í síðum buxum og bol þegar hitinn fer undir frostmark.
  • Þú munt þurfa minna af fötum en þú heldur. Í síðustu viku hljóp ég tæpa 30 kílómetra í 8 gráðu frosti, klædd langerma ullarbol, langermabol, vindjakka og hlaupabuxum undir stuttbuxunum mínum. Á stundum var það næstum of heitt (sólin hjálpaði).
  • Það er einungist kalt í upphafi, erfiðasti hlutinn er að ná sér af kuldanum í huganum. Ég segi alltaf að ég muni hætta eftir 1 kílómetra ef mér er of kalt. Ég hætti aldrei.

Vertu sýnileg

  • Þetta snýst ekki alveg um klæðnaðinn, en það er vert að nefna að kaldara veður þýðir að dagarnir verða styttri. Mundu að skipuleggja hlaupin með það í huga að sólin sest fyrr og hraðar en á sumrin.
  • Það er lykilatriði að vera sýnileg þegar það fer að dimma. Höfuðljós er lífsnauðsyn í þessum tilfellum. Ég get ekki sagt hversu oft ég hef byrjað á fjallgöngu eða hlaupi og hef vanmetið tímann og endað úti í náttúrunni í myrkrinu.

Vertu heilbrigð

  • Hitaðu sérstaklega vel upp. Teygðu vel á. Passaðu að fara ekki úr upphitunarfötunum fyrr en á síðustu stundu áður en þú ferð að hlaupa. Haltu þér á hreyfingu þegar þú ert farin úr þeim.
  • Passaðu að fæturnir á þér haldist heitir, að andlitið sé hulið en þú getir þó andað, að eyrun og hendurnar séu huldar.
  • Passaðu að drekka nóg. Þurrt, kalt loft dregur raka úr lungunum og þú munt halda áfram að svitna. Varaðu þig á að vatnið getur frosið ef þú ert með vatnsbrúsa á þér.
  • Aðlögun að köldu veðri hefur yfirleitt meðli í för með sér fyrir byrjendahlaupara, þar sem þeir hlaupa hraðar og lengra. Fylgdu reglunum um að fara ekki of geyst í að auka hraðann og lengdirnar. Sinarmar og liðirnir aðlagast hægar að breytingunum en þolið þitt.
  • Hitaðu upp innandyra áður en þú heldur út ef þú getur. Til dæmis með því að virkja eða styrkja ökkla/mjaðmir. Passaðu að vernda eyrun, hendurnar og hálsinn. Mér finnst gott að nota buff eða hálsklút fyrir hálsinn og eyrun ef það er kalt úti. Lagskipting er lykilatriði, ef þú ert með of mörg lög, þá geturðu alltaf farið úr og bundið fötin um mittið.

Nita.is mælir með Black Winter Tights 2.0Black Winter Long Sleeve og Black Winter Sport Bra til að klæðast við æfingar á köldum dögum 

Black Winter Tights 2.0Black Winter Long sleeveBlack Winter Sport Bra


Heimild: https://bit.ly/3T6hdXW

Continue reading

8 vikna áskorun Nita

8 vikna áskorun Nita

Hvernig á að minnka álag?

Hvernig á að minnka álag?

Karfan þín